Category Archives: Fréttir

Fiskur, fé og farsæld

Hagfræðideild Háskóla Íslands og RSE, Rannsóknarmiðstöð í samfélags- og efnahagsmálum, héldu alþjóðlega ráðstefnu um fiskihagfræði 8. nóvember 2024 í tilefni þess, að Ragnar Árnason, prófessor emeritus í fiskihagfræði, varð nýlega 75 ára, en á þessum tímamótum gaf Almenna bókafélagið út … Continue reading

Comments Off

Hannes: Fjölskyldan miðlar þekkingu milli kynslóða

Hannes H. Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands, talaði á ráðstefnu um fjölskylduna, sem ECR, European Conservatives and Reformists Party, flokkur evrópskra íhaldsmanna og umbótasinna, hélt í Dubrovnik í Króatíu 18. október 2024. Hann rifjaði upp, að Aristóteles … Continue reading

Comments Off

Ísrael, Arabaríkin og Vesturveldin

Ely Lassman, ungur hagfræðingur frá Ísrael, sem býr á Bretlandi, stofnandi og formaður samtakanna Prometheus on Campus, var staddur hér á landi vegna ráðstefnu Students for Liberty 12. október. Hann var fenginn til að tala um Ísrael, Arabaríkin og Vesturveldin … Continue reading

Comments Off

Vel heppnuð stúdentaráðstefna

Samtök frjálshyggjustúdenta í Evrópu, Students for Liberty Europe, héldu ásamt ýmsum öðrum aðilum ráðstefnu 12. október 2024 í Háskólanum í Reykjavík kl. 14–18 um „Markaði og frumkvöðla“. Tókst hún hið besta. Anton Sveinn McKee, sem hefur fjórum sinnum keppt á Olympíuleikum … Continue reading

Comments Off

Birgir Þór félagi í Mont Pelerin samtökunum

Dr. Birgir Þór Runólfsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, var kjörinn félagi í Mont Pelerin samtökunum á aðalfundi þeirra, sem haldinn er annað hvort ár og var að þessu sinni háður í Nýju Delhí á Indlandi 21.–26. september 2024. Auk hans … Continue reading

Comments Off

Hannes: Kjósendur gegn valdastéttinni

Hannes H. Gissurarson, prófessor emeritus í Háskóla Íslands, var í hlaðvarpi Frosta Logasonar 19. september 2024. Hann kvað kosningar í mörgum Evrópuríkjum sýna fernt: 1) Kjósendur sætta sig ekki við óheftan innflutning fólks frá múslimaríkjum, ef og þegar það neitar … Continue reading

Comments Off