Tszwai So fær fyrstu verðlaun í samkeppni Evrópuvettvangsins

László Tökés Evrópuþingmaður, dr. Łukasz Kamiński, forseti Evrópuvettvangsins, og Tszwai So.

Hönnuðurinn Tszwai So frá Spheron Architects á Bretlandi hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni Evrópuvettvangs um minningu og samvisku, en hún var um besta hugmyndina að minnisvarða um fórnarlömb alræðis í Evrópu, sem fyrirhugað er að reisa á Jean Rey-torgi í miðri Brüssel-borg. Niðurstöður dómnefndar voru kynntar á fundi Evrópuvettvangsins í Brüssel 24. apríl 2018, og var rannsóknastjóri RHN, dr. Hannes H. Gissurarson prófessor, viðstaddur. Einnig voru þar þrír þingmenn á Evrópuþinginu, László Tökés frá Rúmeníu, sem var gestgjafi fundarins, Milan Zver frá Slóveníu and Petras Auštrevičius frá Litáen. Fulltrúar sendiráða Póllands, Tékklands og Litáens sóttu einnig fundinn. Hugmynd Sos var, að torgið yrði eins konar sögulegt pósthús, þar sem birt yrðu bréf frá föngum í alræðisríkjunum.

Comments are closed.