Ráðstefna á Sældarey

APEE, Association of Private Enterprise Education, Samtök um framtaksfræðslu, halda árlega ráðstefnu sína í Atlantis-gistihúsinu á Paradise Island, Sældarey, í Bahama-eyjaklasanum dagana 5.–8. apríl 2019. Margt er á dagskrá, þar á meðal aðalfyrirlestrar eftir prófessor Mario Rizzo, New York-háskóla, um skynsemi og hagræna hugsun, prófessor Peter Boettke, George Mason-háskóla, um stjórnsýslu frá sjónarmiði frjálshyggjumanna og dr. Alex Chafuen, Acton Institute, um hindranir í vegi verðmætasköpunar. Rannsóknastjóri RNH, dr. Hannes H. Gissurarson prófessor, flytur erindi á málstofu um frjálshyggju í Evrópu, og er það um frjálshyggju á Norðurlöndum, ekki síst í Svíþjóð. Dr. Michael Walker, fyrrverandi forstjóri Fraser Institute í Vancouver, stjórnar umræðum, en önnur erindi á málstofunni eru um aðstæður í Úkraínu, Eystrasaltsríkjunum og öðrum fyrrverandi kommúnistaríkjum.

Glærur Hannesar á Sældarey

Comments are closed.