Eru nasismi og kommúnismi greinar af sama meiði?

Í formála bókarinnar Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958 heldur dr. Hannes H. Gissurarson prófessor því fram, að þjóðernisjafnaðarstefna Hitlers og sameignarstefna Stalíns hafi verið tvær greinar af meiði alræðisstefnu tuttugustu aldar, en alræðissinnar hafi leitast við að leggja undir sig sálir manna ekki síður en líkama. Fetar hann þar í fótspor rithöfundanna sex, sem eiga ræður í bókinni, þeirra Tómasar Guðmundssonar, Gunnars Gunnarssonar, Kristmanns Guðmundssonar, Guðmundar G. Hagalíns, Sigurðar Einarssonar í Holti og Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Dr. Stefán Snævarr prófessor efast hins vegar um nothæfni alræðishugtaksins og skyldleika nasisma og kommúnisma. Þeir skiptast á skoðunum á málstofu RNH og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands föstudaginn 17. maí kl. 16–17:30, en fundarstjóri er dr. Ólafur Þ. Harðarson prófessor.

Comments are closed.