Frelsisveisla í Las Vegas

Rannsóknastjóri RNH, prófessor Hannes H. Gissurarson, heldur fyrirlestur á Freedomfest 17. júlí 2019, Frelsisveislunni, sem prófessor Mark Skousen hefur skipulagt áratugum saman í Las Vegas, en þar hittast frjálslyndir og íhaldssamir menn í öllum heiminum, en aðallega þó frá Bandaríkjunum. Fyrirlestur Hannesar er um grænan kapítalisma, en um hann samdi hann skýrslu fyrir hugveituna New Direction í Brüssel árið 2017. Hann er klukkan þrjú síðdegis í fundarsalnum Champagne 4 á Paris Hotel and Spa. Hannes er einnig umsegjandi á málstofu um tekjudreifingu í heiminum klukkan eitt sama dag, en þar er prófessor James Gwartney frummælandi. Hannes samdi skýrslu fyrir hugveituna New Direction í Brüssel um það efni árið 2018. Frelsisveislan stendur í fjóra daga, og sækja hana um tvö þúsund manns. Þar eru kynntar bækur og sýndar kvikmyndir, sem tengjast baráttunni fyrir frelsi, friði og lágum sköttum.

Glærur HHG Las Vegas 17. júlí 2019

Comments are closed.