Hannes á fund forseta

Rannsóknastjóri RNH, dr. Hannes H. Gissurarson prófessor, gekk á fund forseta Íslands, dr. Guðna Th. Jóhannessonar, á Bessastöðum 30. mars 2021 og afhenti honum eintak af nýútkominni bók sinni, Twenty-Four Conservative-Liberal Authors, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í árslok 2020. Bókin, sem er 884 blaðsíður, er í tveimur bindum og líka aðgengileg á netinu. Á meðal hugsuðanna, sem Hannes skrifar um, eru tveir Norðurlandabúar, Snorri Sturluson og Anders Chydenius, og fimm fræðimenn, sem hann kynntist sjálfur, Friedrich von Hayek, Karl R. Popper, Milton Friedman, James M. Buchanan og Robert Nozick. Áttu þeir Hannes og Guðni að afhendingu lokinni langt spjall saman yfir kaffibolla, aðallega um sögu Íslands og annarra landa.

Comments are closed.