Courtois um kommúnisma, laugardag 22. september: 13–18

Prófessor Stéphane Courtois

RNH heldur alþjóðlega ráðstefnu í Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, Öskju, stofu 132, kl. 13–18, laugardaginn 22. september. Ber hún yfirskriftina „Evrópa fórnarlambanna: Kommúnisminn í sögulegu ljósi“. Aðalræðumaður verður franski sagnfræðiprófessorinn Stéphane Courtois, ritstjóri Svartbókar kommúnismans, sem kom út hjá Háskólaútgáfunni 2009. Egill Helgason sjónvarpsmaður mun bregðast við erindi Courtois. Þrír aðrir erlendir fyrirlesarar tala á ráðstefnunni, norski sagnfræðiprófessorinn Øystein Sørensen, sem ræðir um tengsl marxisma og alræðis, ástralski rithöfundurinn Anna Funder, höfundur Stasilands, sem komið hefur út á íslensku, en hún ræðir um daglegt líf fólks undir stjórn kommúnista, og dr. Roman Joch, ráðgjafi forsætisráðherra Tékklands í utanríkismálum, en hann segir frá hinu sögulega uppgjöri við kommúnismann í Mið- og Austur-Evrópu.

Tveir íslenskir fræðimenn koma fram á ráðstefnunni. Hannes H. Gissurarson prófessor segir frá kommúnistahreyfingunni á Íslandi og tengslum hennar við hina alþjóðlegu kommúnistahreyfingu, og Þór Whitehead prófessor flytur lokaorð. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Nánar má fræðast um fyrirlesarana hér.

Ráðstefnan verður í Öskju, stofu N-132, í Háskóla Íslands laugardaginn 22. september og hófst kl. 13.00. Dagskrá er sem hér segir:

13.00–13.05 Fáein upphafsorð, Hannes H. Gissurarson

Fyrsti fundur: Fundarstjóri Egill Helgason

Annar fundur: Fundarstjóri Jakob F. Ásgeirsson

  • 14.15–14.45 Roman Joch
  • 14.45–15.15 Anna Funder
  • 15.15–15.30 Fyrirspurnir og umræður
  • 15.30–15.45 Kaffihlé

Þriðji fundur: Fundarstjóri Ragnhildur Kolka

Daginn fyrir ráðstefnuna, föstudaginn 21. september kl. 12–13, mun prófessor Øystein Sørensen halda fyrirlestur á vegum Varðbergs og RNH um „Alræðishugarfar Anders Breiviks“. Hann verður í stofu HT-102 í Háskólatorgi. Tveimur dögum eftir ráðstefnuna, mánudaginn 24. september, mun Anna Funder tala á fundi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í Háskóla Íslands, stofu O-101, kl. 12–13 um “Örlög við alræði“. Ráðstefnan og heimsóknir Sørensens, Funders og annarra fyrirlesara er þáttur í samstarfsverkefni RNH og AECR, Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, um „Evrópu fórnarlambanna“.

Comments are closed.