Dr. Tom Palmer: Frelsishugsjónin í fullu gildi

Þegar Uppsprettan eftir Ayn Rand kom út á íslensku 28. nóvember 2011, hélt dr. Tom Palmer frá Cato Institute í Washington DC erindi í Þjóðmenningarhúsinu um „einstaklingshyggju 21. aldar“. Þar ræddi hann um boðskap Ayns Rands í skáldsögum hennar og kapítalisma og sósíalisma í ljósi reynslunnar. Um kvöldið var Palmer aðalræðimaður í frelsiskvöldverði að Þingholti á Hótel Holti. Viðskiptablaðið ræddi við Palmer 1. desember.

Comments are closed.