Stúdentaþing og ráðstefna um Rögnvald

Prófessor Hannes H. Gissurarson, dr. Yaron Brook, forstöðumaður Ayn Rand-stofnunarinnar, og prófessor Rögnvaldur Hannesson á ráðstefnu Evrópusamtaka frjálshyggjustúdenta í Björgvin haustið 2014.

Margt er framundan í starfsemi RNH og samstarfsaðila setursins veturinn 2015–2016. Laugardaginn 3. október 2015 kl. 11–17 halda Evrópusamtök frjálshyggjustúdenta, ESFL (European Students for Liberty), þing á Íslandi í stofu 102 á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Ræðumenn verða Ásgeir Ingvarsson, stjórnmálafræðingur og viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu, Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, Sigríður Andersen, lögfræðingur og þingmaður, Ragnar Árnason prófessor og Roderick T. Long, heimspekiprófessor í Auburn-háskóla. Ingvar Smári Birgisson laganemi og Þorsteinn Friðrik Halldórsson hagfræðinemi, formaður Frjálshyggjufélagsins, sjá um skipulagningu þingsins ásamt ýmsum samstarfsmönnum. Aðild RNH að ráðstefnunni er þáttur í samstarfsverkefni með AECR, Evrópusamtökum íhaldsmanna og umbótasinna, um „Evrópu, Ísland og framtíð kapítalismans“.

Julian Morris

Fimmtudaginn 8. október 2015 er ráðstefna í hátíðasal Háskóla Íslands kl 16.30–18 til heiðurs Rögnvaldi Hannessyni, prófessor emeritus í auðlindahagfræði í Viðskiptaháskólanum í Björgvin, og standa félagsvísindasvið og hagfræðideild Háskóla Íslands, RNH og fleiri aðilar að henni. Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs, kynnir Rögnvald, sem síðan flytur fyrirlestur um niðurstöður rannsókna sinna. Síðan bregðast tveir fræðimenn við, Julian Morris, sérfræðingur hjá Reason Foundation, einni kunnustu hugveitu Bandaríkjanna, og Bengt Kriström, prófessor í auðlindahagfræði í Umeå-háskóla. Rögnvaldur er einn kunnasti og virtasti auðlindahagfræðingur heims og hefur birt hátt í 100 ritgerðir í fræðitímaritum. Hann gaf nýlega út bókina Umhverfisverndarofstæki (Ecofundamentalism), þar sem hann teflir fram skynsamlegri umhverfisvernd (wise use) gegn ofstækisfullri. Væntanlegur er rækilegur ritdómur eftir Hannes H. Gissurarson prófessor í bandarískt tímarit um bókina. Aðild RNH að ráðstefnunni er þáttur í samstarfsverkefni með AECR, Evrópusamtökum íhaldsmanna og umbótasinna, um „Evrópu, Ísland og framtíð kapítalismans“.

Hannes H. Gissurarson flytur opinberan fyrirlestur um kenningar hins umdeilda bandaríska heimspekings Ayns Rands fimmtudaginn 5. nóvember 2015 í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála stendur að fyrirlestrinum ásamt RNH. Almenna bókafélagið, sem RNH á í margvíslegu samstarfi við, hefur einnig í undirbúningi nokkrar bækur um samtíð og sögu, þar á meðal um harðstjórn Pútíns í Rússland, um alræðisstefnu tuttugustu aldar, Siðmenningu eftir Niall Ferguson, Eign og frelsi eftir Richard Pipes og hugsanlega einhver sígild rit um hagfræði og stjórnmál. RNH heldur einnig áfram alþjóðlegu samstarfi. Forstöðumaður rannsókna RNH, prófessor Hannes H. Gissurarson, flytur fyrirlestur á þingi Evrópusamtaka frjálshyggjustúdenta í Sófíu í Búlgaríu 17. október og sækir aðalfund Platform of European Memory and Conscience í Wroclaw í Póllandi 17.–19. nóvember.

Comments are closed.