Prófessor Hannes H. Gissurarson, forstöðumaður rannsókna RNH, flutti þrjá fyrirlestra í Bandaríkjunum í mars og apríl um samanburðinn á norrænu hagkerfunum í Evrópu, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Íslandi, og norrænu hagkerfunum í Norður-Ameríku, Minnesota, Manitoba og Suður-Dakóta. Í ljós kemur að sögn Hannesar, að lífskjör eru talsvert betri í norrænu hagkerfunum í Norður-Ameríku. Taldi Hannes það vegna þess, að fleiri tækifæri væru þar til að brjótast úr fátækt í bjargálnir. Norðurlandaþjóðunum hefði vissulega tekist að reisa eftirsóknarvert skipulag velmegunar og öryggis, en það hefði verið þrátt fyrir háa skatta og tilraunir til tekjujöfnunar, ekki vegna þeirra. Hagkerfi Norðurlandaþjóðanna væru þrátt fyrir allt opin og tiltölulega frjáls, og allar byggju þær við réttarríki.
Fyrirlestrarnir voru í Indiana-háskóla í Bloomington 30. mars, Heartland Institute í Chicago 31. mars og Rockford-háskóla 1. apríl. Þeir voru þáttir í Frjálshyggjukynningu eða „Free Market Road Show“ í Bandaríkjunum, sem dr. Barbara Kolm frá austurrísku hagfræðistofnuninni skipuleggur. Fyrirlestrar Hannesar voru líka liður í samstarfsverkefni RNH og AECR, Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, um „Evrópu, Ísland og framtíð kapítalismans“. Málstofan í Heartland Institute var tekin upp: