Um RNH

Tilgangur RNH er að rannsaka, hvað örvi og hindri nýsköpun og hagvöxt. Í rannsóknum stofnunarinnar er sérstaklega beint sjónum að því, hvernig menn geti með sjálfsprottinni samvinnu, viðskiptum í stað valdboðs, fullnægt þörfum sínum og bætt kjörin.

Fjögur helstu rannsóknarsvið stofnunarinnar eru:

  1. skattar og tekjudreifing,
  2. auðlindanýting og umhverfisvernd,
  3. nýsköpun og framkvæmdamenn,
  4. minningin um fórnarlömbin.

Rannsóknarráð: Dr. Ragnar Árnason hagfræðiprófessor, formaður, dr. Hannes H. Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor, dr. Birgir Þór Runólfsson hagfræðidósent. Hannes Hólmsteinn er forstöðumaður rannsókna og ritstjóri rita frá RNH. Hér er ræða, sem hann hélt í febrúar 2012 um verkefnin framundan. Þeir Birgir Þór og Hannes Hólmsteinn blogga báðir reglulega.

Stjórn: Gísli Hauksson, formaður, Einar Sigurðsson, Eyþór Arnalds, Jónas Sigurgeirsson, Jónmundur Guðmarsson, Þórður Þórarinsson.

Framkvæmdastjóri: Jónas Sigurgeirsson.

Comments are closed.