Category Archives: Fréttir

Oleg Sentsov fær verðlaun Evrópuvettvangsins

Kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov frá Úkraínu, sem situr í rússnesku fangelsi, hlaut verðlaun Evrópuvettvangs um minningu og samvisku árið 2018. Veitti sendiherra Úkraínu í Slóveníu, Mýkhaílo F. Brodovýtsj, verðlaununum viðtöku fyrir hönd Sentsovs við hátíðlega athöfn á alþjóðlegri ráðstefnu Evrópuvettvangsins í Ljubljana … Continue reading

Comments Off

800 manna stúdentaráðstefna í Pálsborg postula

Velgengni Norðurlanda er ekki að þakka jafnaðarstefnu, heldur viðskiptafrelsi, réttaröryggi og samheldni í krafti samleitni, sagði dr. Hannes H. Gissurarson, rannsóknastjóri RNH, á fjölmennri ráðstefnu frjálslyndra stúdenta í Brasilíu, Libertycon, 12.–13. október 1018 í Pálsborg postula, São Paulo. Á meðal … Continue reading

Comments Off

Þing Mont Pèlerin samtakanna á Stóru hundaeyju

Tveir Íslendingar sóttu aðalfund Mont Pèlerin samtakanna á Stóru hundaeyju (Gran Canarias) dagana 30. september til 5. október, dr. Hannes H. Gissurarson prófessor, rannsóknastjóri RNH, og Gísli Hauksson fjárfestir, formaður stjórnar RNH. Mont Pèlerin samtökin voru stofnuð í Sviss 1947 … Continue reading

Comments Off

Deilur um efnahagsumbæturnar 1991–2004

Rannsóknastjóri RNH, Hannes H. Gissurarson prófessor, birti árið 2017 tvær ritgerðir í bandaríska tímaritinu Econ Journal Watch í ritröð þess um frjálshyggju í ýmsum löndum. Fyrri ritgerðin var um sögu frjálshyggjunnar á Íslandi fram á ofanverða tuttugustu öld, og þar … Continue reading

Comments Off

Skýrsla Hannesar um bankahrunið

Rannsóknastjóri RNH, dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, afhenti Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra 25. september 2008 skýrslu þá, sem hann hefur unnið á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins 2008. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru, að Bretar hafi beitt hryðjuverkalögum gegn … Continue reading

Comments Off

Fjölmennt og fjörugt hjá frjálshyggjustúdentum

Rösklega hundrað manns sóttu svæðisþing Evrópusamtaka frjálslyndra stúdenta, European Students for Liberty, og Samtaka frjálslynda framhaldsskólanema laugardaginn 22. september 2018 á Grand Hotel. Þau Magnús Örn Gunnarsson, Marta Stefánsdóttir og Sigurvin Jarl Ármannsson sáu aðallega um skipulagningu þingsins, sem hátt … Continue reading

Comments Off