Tímaritið Þjóðmál

Tímaritið Þjóðmál hóf göngu sína haustið 2005, og er ritstjóri þess Jakob F. Ásgeirsson, rithöfundur og stjórnmálafræðingur. Ritstjórinn sagði í aðfaraorðum í fyrsta heftinu: „Tímaritinu Þjóðmálum er ætlað að verða vettvangur fyrir frjálshuga fólk sem er orðið þreytt á yfirborðslegri og einhliða fjölmiðlun um stjórnmál og menningu. Ritstjórnarstefnu Þjóðmála er að öðru leyti best lýst með orðunum: frelsi og hæfilegt íhald.“

Á meðal þeirra, sem skrifað hafa í Þjóðmál, eru Atli Harðarson heimspekingur, Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, Guðmundur Heiðar Frímannsson heimspekingur, Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur, Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur, Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri, Kristján Kristjánsson heimspekingur, Ragnhildur Kolka bókmenntafræðingur, Sigurbjörn Einarsson, fyrrverandi biskup, Þorsteinn Geirsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, og Þór Whitehead sagnfræðiprófessor.

Frá v.: Ritstjóri Þjóðmála, Jakob F. Ásgeirsson, Arnór Hannibalsson heimspekiprófessor og Bent Jensen sagnfræðiprófessor á fundi Mont Pelerin Society í Reykjavík sumarið 2005.

Ritstjóri Þjóðmála, Jakob F. Ásgeirsson lauk B. A.-prófi í heimspeki, stjórnmálafræði og sagnfræði og M.Litt.-prófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla. Hann hefur skrifað fjölda bóka, þar á meðal Þjóð í hafti, sem er um haftabúskapinn á Íslandi, ævisögur Alfreðs Elíassonar forstjóra, Péturs Benediktssonar bankastjóra og Valtýs Stefánssonar ritstjóra og viðtalsbók við Kristján Albertsson. Einnig hefur hann skrifað bók um Aung San Suu Kyi, leiðtoga lýðræðissinna í Búrma, en henni kynntist hann í Oxford. Hann rekur  útgáfufyrirtækið Uglu, sem hefur gefið út fjölda vandaðra bóka.

Áskriftar- og auglýsingasími Þjóðmála er 698 9140, en netfang nb@simnet.is.

Comments are closed.