Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt þiggur með þökkum aðstoð frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þeir, sem vilja leggja rannsóknum RNH lið, geta lagt inn:
Kt. 460184 0379
Reikningsnr. 0515 26 8524
IBAN: IS65 0515 26 008524 460184 0379
Swift: GLITISRE
RNH hefur samstarf við evrópsku hugmyndaveituna New Direction í Brüssel um einstök verkefni og við samtökin AECR, samtök íhalds- og umbótasinna í Evrópu. Þessir aðilar miða í starfi sínu við Prag-yfirlýsinguna frá 2009. Sérstakur verndari New Direction var Margrét heitin Thatcher, barónessa Kesteven, fyrrverandi forsætisráðherra Breta.
RNH á aðild að Atlas Network, sem er lauslegt samband rannsóknarstofnana um allan heim, sem rannsaka kostinn á sjálfsprottinni samvinnu einstaklinga og fyrirtækja í stað valdboðs. RNH hefur meðal annars samstarf við hugmyndaveiturnar Timbro í Stokkhólmi, Civita í Osló, CEPOS í Kaupmannahöfn, Libera í Helsinki, Institute of Economic Affairs og Adam Smith Institute í Lundúnum, Instituto Millenium (Þúsaldarstofnunina) í Rio de Janeiro og Heritage Foundation og Cato Institute í Washington DC.
RNH á einnig aðild að Evrópuvettvangi um minningar og samvisku, Platform of European Memory and Conscience, sem aðsetur hefur í Prag. Margar stofnanir, aðallega frá fyrrverandi kommúnistaríkjum, eru þar aðilar, þar á meðal Unitas stofnunin í Eistlandi, Rannsóknarsetur um rannsóknir á alræði í Tékkneska lýðveldinu, Hannah Arendt félagið í Þýskalandi, Styrktarfélag safnsins um hernám Lettlands, safnið um uppreisnina í Varsjá í Póllandi, Stofnun um þjóðarsátt um söguna í Slóveníu og Samtök til minningar um fórnarlömb kommúnismans í Bandaríkjunum.
RNH hefur einnig haft og mun áfram hafa samstarf við stofnanir í Háskóla Íslands og aðra íslenska aðila um einstök verkefni, til dæmis Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Almenna bókafélagið, tímaritið Þjóðmál, Evrópuvaktina, Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, Samtök skattgreiðenda og Rannsóknarmiðstöð í samfélags- og efnahagsmálum, RSE.