Skattar og tekjudreifing

Ragnar Árnason

Eitt helsta verkefni rannsóknarsetursins RNH er að rannsaka skatta og tekjudreifingu, þar á meðal:

  1. almenn áhrif skatta á vinnusemi og verðmætasköpun
  2. áhrif skattalækkana 1991–2007
  3. áhrif skattahækkana 2008–2012
  4. tekjudreifingu á Íslandi

Dr. Ragnar Árnason prófessor er ritstjóri væntanlegrar bókar um skatta og tekjudreifingu, sem Almenna bókafélagið gefur út. Rannsóknarstofnunin RSE styður það verkefni.

Edward C. Prescott

Prófessor Hannes H. Gissurarson var umsjónarmaður verkefnis á vegum fjármálaráðuneytisins 2007–2009 um áhrif skattalækkana á hagvöxt og lífskjör. Í tengslum við verkefnið komu margir sérfræðingar um skatta til landsins, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafinn Edward C. Prescott, hinn áhrifamikli bandaríski hagfræðingur Arthur Laffer (sem Laffer-boginn er kenndur við), írski hagfræðiprófessorinn Brendan Walsh, dr. Daniel Mitchell, aðalskattasérfræðingur Cato Institute í Washington-borg, svissneski hagfræðingurinn Pierre Bessard frá Liberal Institute í Genf og Zürich og franski rithöfundurinn Henri Lepage. Verkefninu lauk með skýrslu, nokkrum ritgerðum og tveimur bókum: Cutting Taxes to Increase Prosperity eftir Edward Prescott og fleiri árið 2007 og Áhrif skattahækkana á hagvöxt og lífskjör eftir Hannes H. Gissurarson árið 2009.

Hér á síðunni verður á hverjum degi línurit dagsins ásamt skýringum. Á hvert línurit að sýna eitthvert af viðfangsefnum rannsókna á vegum RNH: Línurit um skatttekjur og skatthlutföll, atvinnufrelsi og lífskjör, tekjuskiptingu á Íslandi og í öðrum löndum, árangur hinna miklu umbótatilrauna í hagkerfinu 1991–2004 og svo framvegis. Línuritin, sem fengin eru úr opinberum tölum, frá Hagstofu Íslands og hagstofu Evrópusambandsins, OECD og öðrum aðilum, verða öllum frjáls til afnota, og verður unnt að hlaða þeim niður.

Glærur Prescotts 2007

Glærur Mitchells 2007

Comments are closed.