Ýmsir íslenskir aðilar

Frjálshyggjufélagið var stofnað 10. ágúst 2002. Markmið þess er að standa að fræðslu um frjálshyggju á Íslandi, meðal annars með fundarhöldum og útgáfustarfsemi. Félagið er óháð öllum stjórnmálaflokkum. Þá á félagið aðild að Atlas Network, sem er alþjóðlegur samstarfsvettvangur frjálshyggjuhugveitna. Formaður Frjálshyggjufélagsins er Skúli Hansen blaðamaður. Á meðal fyrri formanna eru Gunnlaugur Jónsson fjármálaráðgjafi, Haukur Örn Birgisson lögfræðingur, Friðbjörn Orri Ketilsson og Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og laganemi. Hákon Freyr Gunnarsson er formaður Ungra frjálshyggjumanna, sem er deild í félaginu.

Hernando de Soto

RSE, Rannsóknarmiðstöð um samfélags- 0g efnahagsmál, hóf starfsemi sína haustið 2004, og voru þeir Jónas H. Haralz bankastjóri og Jóhann J. Ólafsson stórkaupmaður helstu hvatamenn að stofnun hennar. Birgir Tjörvi Pétursson lögfræðingur hefur frá upphafi verið forstöðumaður miðstöðvarinnar. Núverandi stjórnarformaður er Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir. RSE hefur meðal annars gefið út Leyndardóma fjármagnsins eftir Hernando de Soto, verkfræðing frá Perú, og Hagfræði í hnotskurn eftir bandaríska rithöfundinn Henry Hazlitt og nokkur greinasöfn, Þjóðareign, sem Birgir Tjörvi Pétursson ritstýrði, Cutting Taxing to Increase Prosperity, sem Hannes H. Gissurarson og Tryggvi Þór Herbertsson ritstýrðu, og Advances in Rights Based Fishing, sem Ragnar Árnason og Birgir Þór Runólfsson ritstýrðu. RSE lagði einnig til íslenskar upplýsingar í alþjóðlegt verkefni um vísitölu atvinnufrelsis og hefur rekið sumarskóla.

Sérstök frjálshyggjudeild hefur starfað í Sambandi ungra sjálfstæðismanna frá 2012, og er formaður hennar Ásgeir Jóhannesson, heimspekingur og lögfræðingur. Hún hefur haldið ýmsa fundi. Ásgeir er einnig formaður Ayn Rand-félagsins á Íslandi og forstöðumaður Ludwig von Mises-stofnunarinnar.

Sumarið 2012 voru stofnuð Samtök skattgreiðenda, og er Skafti Harðarson formaður þeirra.

Comments are closed.