Category Archives: Fréttir

Skattadagurinn íslenski 2013

Skattadaginn bar 2013 upp á 7. júlí samkvæmt útreikningum Sambands ungra sjálfstæðismanna. Skattadagurinn er sá dagur, þegar fólk fer að vinna fyrir sig sjálft, eftir að það hefur fyrri hluta ársins orðið að vinna fyrir hið opinbera. Íslendingar þurfa nú … Continue reading

Comments Off

Þingað um þróunarkenningu Darwins og einstaklingsfrelsi

Mont Pelerin samtökin, alþjóðlegt málfundafélag frjálslyndra fræðimanna, sem Friedrich A. von Hayek stofnaði 1947, héldu svæðisþing á Galapagos-eyjum, langt undan strönd Ekvadors eða Miðbaugsríkis, í Suður-Kyrrahafi dagana 22.–29. júní 2013 um „Þróunarkenningu Darwins, mannvísindi og einstaklingsfrelsi“. Var þingið skipulagt í … Continue reading

Comments Off

Málstofa í minningu fórnarlamba alræðisstefnunnar

Málstofa var haldin í Varsjá 14.–15. maí 2013 um, hvernig best væri að minnast fórnarlamba alræðisstefnu tuttugustu aldar, kommúnisma, nasisma og fasisma. Talið er, að kommúnisminn hafi kostað um eitt hundrað milljón mannslífa, en nasisminn um tuttugu milljónir. Málstofuna hélt … Continue reading

Comments Off

Ragnar Árnason: Íslenska kvótakerfið er hagkvæmt

Tveir menn úr rannsóknarráði RNH fluttu erindi á ráðstefnu og stjórnarfundi AECR, Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, í Reykjavík 9.–12. maí. Prófessor Ragnar Árnason ræddi um nýtingu auðlinda. Færði hann rök fyrir því, að hagkvæmast væri að nýta auðlindir með því … Continue reading

Comments Off

Hannes H. Gissurarson: Orsakir bankahrunsins kerfislægar

Á ráðstefnu um félagsvísindi í Háskólanum í Bifröst föstudaginn 3. maí 2013 flutti prófessor Hannes H. Gissurarson erindi um hina alþjóðlegu fjármálakreppu og orsakir bankahrunsins íslenska. Hann vísaði á bug fjórum algengum skýringum á bankahruninu: 1. Bankarnir hefðu verið of … Continue reading

Comments Off

Margrét Thatcher jarðsungin

Frú Margrét Thatcher, forsætisráðherra Breta 1979-1990 og barónessa af Kesteven, verður jarðsungin með viðhöfn í Lundúnum miðvikudaginn 17. apríl 2013. Thatcher var verndari AECR, Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, sem starfar með RNH að tveimur verkefnum, „Evrópa, Ísland og framtíð kapítalismans“ … Continue reading

Comments Off