Monthly Archives: April 2017

Erindi í Brüssel um fórnarlömb alræðisstefnunnar

Dr. Hannes H. Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði og rannsóknastjóri RNH, flytur erindi á málstofu Evrópuvettvangs um minningu og samvisku í Evrópuþinginu í Brüssel miðvikudaginn 26. apríl um, hvers vegna þurfi að minnast fórnarlamba alræðisstefnunnar í Evrópu, nasisma, fasisma og kommúnisma. … Continue reading

Comments Off

Hannes: Ísland líti í báðar áttir

Prófessor Hannes H. Gissurarson, rannsóknastjóri RNH, var einn framsögumanna á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og fleiri aðila um, hvert Ísland stefndi, í Norræna húsinu miðvikudaginn 19. apríl 2017. Hannes rifjaði upp, að rómverski guðinn Janus hafði tvær ásjónur, og … Continue reading

Comments Off

Hannes: Aflareynsla eina eðlilega úthlutunarreglan

Prófessor Hannes H. Gissurarson, rannsóknastjóri RNH, hélt fyrirlestur um fyrirkomulag fiskveiða á Íslandsmiðum á hádegisverðarfundi Washington Policy Center í Seattle í Washington-ríki föstudaginn 14. apríl 2017. Þar rifjaði hann upp, að hann hefði fyrst varpað fram hugmynd um einkaafnotarétt af … Continue reading

Comments Off

Hannes: Velsæld Norðurlanda þrátt fyrir jafnaðarstefnu

Prófessor Hannes H. Gissurarson, rannsóknastjóri RNH, hélt fyrirlestur á þingi APEE, Association for Private Enterprise Education, á Maui, einni af Havaíeyjum, 12. apríl um „Norrænu leiðirnar: Velsæld þrátt fyrir endurdreifingu“. Hann kvað einskæra goðsögn, að Norðurlandaþjóðirnar ættu velgengni sína að … Continue reading

Comments Off

Ragnar aðalfyrirlesari um fiskihagfræði

Ragnar Árnason prófessor, formaður rannsóknaráðs RNH, var aðalfyrirlesari (keynote speaker) á ráðstefnu Fiskihagfræðingafélags Norður-Ameríku, North American Association of Fisheries Economists, sem haldin var í La Paz í Baja California í Mexíkó 22.–24. mars 2017. Erindi hans nefndist „Catch Shares: Potential … Continue reading

Comments Off

Frjáls markaður á ferð

Samtök frjálslyndra framhaldsskólanema undir forystu Ísaks Hallmundssonar, RNH og Austrian Economics Center í Vínarborg, sem dr. Barbara Kolm veitir forstöðu, héldu fjölsótt málþing um frjálsan markað, „Free Market Road Show,“ í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. apríl 2017. John Fund frá … Continue reading

Comments Off