Monthly Archives: January 2018

Trump er hættulegur frelsinu

Donald Trump er óútreiknanlegur dólgur, sem grefur undan venjum og stofnunum Bandaríkjanna, sagði dr. Tom Palmer, rannsóknarfélagi í Cato stofnuninni og forstöðumaður alþjóðadeildar Atlas Network, á rabbfundi Frjálshyggjufélagsins þriðjudagskvöldið 23. janúar 2018. Palmer kvað erfitt að skýra kjör hans. Líklega … Continue reading

Comments Off

Bandaríkin, Trump og frelsið

Þriðjudagskvöldið 23. janúar 2018 rabbar dr. Tom Palmer við áhugafólk um Bandaríkin, Trump og framtíð frelsisins í Petersen-svítunni í Gamla Bíói, Ingólfsstræti 2A. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og er á vegum Frjálshyggjufélagsins með stuðningi RNH. Eftir framsöguerindi Palmers eru spurningar … Continue reading

Comments Off

Störf Davíðs í Seðlabankanum

Rannsóknastjóri RNH, dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, birti grein í Morgunblaðinu á sjötugsafmæli Davíðs Oddssonar 17. janúar 2018, og var hún um ár Davíðs í Seðlabankanum 2005–2009, en sjálfur sat Hannes í bankaráði 2001–2009. Í forsætisráðherratíð Davíðs 1991–2004  jókst atvinnufrelsi … Continue reading

Comments Off

Líftaug landsins

Rannsóknastjóri RNH, dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, var einn framsögumanna á málþingi Sagnfræðistofnunar í Háskóla Íslands þriðjudaginn 16. janúar 2018 síðdegis um nýútkomna tveggja binda bók um utanríkisverslun Íslands, Líftaug landsins. Ræddi einn fræðimaður við hvern bókarhöfund: Orri Vésteinsson fornleifafræðingur … Continue reading

Comments Off

Leiðtoganámskeið frjálslyndra framhaldsskólanema

Rannsóknastjóri RNH, dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, flutti erindi um frjálshyggju á leiðtoganámskeiði Evrópusamtaka frjálslyndra stúdenta, European Students for Liberty, fyrir nemendur í íslenskum framhaldsskólum og háskólum laugardaginn 13. janúar 2018 í Kópavogi. Sáu þeir Sigurvin Jarl Ármannsson og Magnús … Continue reading

Comments Off