Göran Lindblad: Kommúnisminn glæpsamlegur

Þegar Svartbók kommúnismans kom út í íslenskri þýðingu og ritstjórn Hannesar H. Gissurarsonar prófessors 31. ágúst 2009, hélt sænski Evrópuþingmaðurinn Göran Lindblad erindi í Þjóðminjasafninu. Þar sagði hann frá ályktunum Evrópuráðsins frá 2006 og Evrópuþingsins frá 2009 um, að kommúnisminn væri ekki síður glæpsamlegur í eðli sínu en nasisminn og að minnast yrði fórnarlamba kommúnista. Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, var fundarstjóri. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, brást við erindi Lindblads. Urðu nokkrar umræður á Netinu eftir það um, hvort kúgun væri eðlislæg í kenningu Marx, eins og dr. Arnór Hannibalsson heimspekiprófessor (og bróðir Jóns Baldvins) hélt fram, en Jón Baldvin vísaði á bug.

Comments are closed.