Prófessor Bent Jensen: Fylgdu línunni frá Moskvu

Bent Jensen á Íslandi. Ljósm. Sigurgeir Sigurðsson.

Prófessor Bent Jensen, einn helsti sérfræðingur Norðurlanda um kommúnisma, flutti erindi um norræna kommúnista á fundi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Almenna bókafélagsins í Háskóla Íslands 27. febrúar 2012. Fyrirlestur Jensens var liður í samstarfsverkefni RNH og AECR, Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, undir yfirskriftinni „Evrópa fórnarlambanna: Glæpir kommúnismans í sögulegu ljósi“. Jafnt í Danmörku og á Íslandi hafa orðið heitar umræður um sögulegt eðli og gildi kommúnismans. Voru kommúnistar á Norðurlöndum erindrekar erlends valds eða þjóðlegir verkalýðssinnar? Hvernig voru tengsl þeirra við ráðamenn í Moskvu? Jensen kvað gögn sýna, að danski kommúnistaflokkurinn hefði síður en svo verið þjóðlegur verkalýðsflokkur. Hann hefði jafnan fylgt línunni frá Moskvu. Hið sama mætti segja um aðra norræna kommúnistaflokka. Morgunblaðið ræddi við Jensen 4. mars, og einnig talaði Egill Helgason við hann, og var það viðtal flutt í Sjónvarpinu 11. mars. Fyrirlestur Jensens er aðgengilegur hér á Youtube.

Úr viðtalinu við Morgunblaðið.

 

Comments are closed.