Dr. Michael Walker: Þróunin á Íslandi áhyggjuefni

Dr. Michael Walker, fyrrverandi forstöðumaður Fraser Institute í Kanada, flutti erindi á morgunfundi RSE, eins samstarfsaðila RNH, 17. september um „Vísitölu atvinnufrelsis og Ísland“. Walker gerði grein fyrir þróun og samsetningu vísitölu atvinnufrelsis og benti á, að íslenska hagkerfið var eitt hið frjálsasta í heimi í upphafi 21. aldar, en síðustu árin hefur atvinnufrelsi hins vegar minnkað einna örast hér, svipað og í Venesúela og Argentína. Árið 2004 var íslenska hagkerfið hið 13. frjálsasta af 130, sem mæld voru; árið 2010 var það hið 65. frjálsasta af 144, langt á eftir hagkerfum Norðurlanda. Sænska hagkerfið var áður ófrjálsasta norræna hagkerfið, en er nú 30. frjálsasta hagkerfið og hafði færst úr 39. sæti árið 2009. Ísland deilir 65. sætinu með Sádi-Arabíu.

Gísli Hauksson, formaður stjórnar RNH, brást við erindi Walkers (sem flutt var með gervihnetti frá Kanada). Morgunblaðið flutti fréttina um minnkandi atvinnufrelsi á Íslandi 18. september, og lagði Andríki orð í belg um hana. Sumir gagnrýnendur atvinnufrelsis, til dæmis Stefán Snævarr prófessor og Stefán Ólafsson prófessor, töldu ástæðulaust að hafa hafa áhyggjur af þessari þróun. Viðskiptablaðið birti 18. september á vefsíðu sinni viðtöl við prófessor Hannes H. Gissurarson og Birgi Tjörva Pétursson, lögfræðing og forstöðumann RSE, um minnkandi atvinnufrelsi á Íslandi. Birgir Þór Runólfsson hagfræðidósent, sem sæti á í rannsóknarráði RNH, hefur margsinnis notað vísitölu atvinnufrelsis í bloggum sínum á eyjan.is, í línuritum.

Comments are closed.