Anna Funder: Örlög fórnarlambanna

Ástralski rithöfundurinn Anna Funder talaði á fundi, sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttir í erlendum tungumálum hélt í Háskóla Íslands 24. september 2012. Sagði hún frá bók sinni um daglegt líf í Austur-Þýskalandi, Stasiland, sem komið hefur út í íslenskri þýðingu og hlotið góða dóma, og um nýja skáldsögu sína,  All That I am, sem gerist í Hitlers-Þýskalandi og England. Morgunblaðið birti viðtal við Önnu Funder 24. september, og Egill Helgason ræddi við hana í bókmenntaþætti sínum, Kiljunni, en það viðtal var sent út 23. janúar 2013. Einnig var sagt frá ræðu hennar í veftímariti nemenda í Háskóla Íslands, student.is. Rætt var um efni og boðskap skáldsögunnar Stasiland í þætti um bókmenntir á Rás eitt á Ríkisútvarpinu 14. október.

Nokkur skrif urðu á Netinu um boðskap hennar og annarra fyrirlesara á hinni alþjóðlegu ráðstefnu RNH um Evrópu fórnarlambanna: Stefán Ólafsson prófessor reyndi að gera gys að boðskapnum, en Pawel Bartoszek stærðfræðingur, sem fæddist í Póllandi, á meðan það var undir stjórn kommúnista, varði rétt og skyldu manna til að ræða um örlög hinna óteljandi fórnarlamba kommúnismans. Fyrirlestur Önnu Funder á ráðstefnunni er aðgengilegur hér á Youtube. Heimsókn hennar til Íslands var þáttur í samstarfsverkefni RNH og AECR, Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, um „Evrópu fórnarlambanna“. Anna Funder hefur lýst Íslandsför sinni og dóttur sinnar stuttlega í ástralska tímaritinu The Monthly.


Comments are closed.