Ráðstefna til heiðurs Rögnvaldi

Félagsvísindasvið og hagfræðideild Háskóla Íslands standa ásamt RNH að ráðstefnu um „Umhverfisvernd og auðlindanýtingu“ fimmtudaginn 8. október 2015 kl. 16.30–18 í hátíðasal Háskóla Íslands. Ráðstefnan er til heiðurs einum fremsta vísindamanni Íslendinga, Rögnvaldi Hannessyni, prófessor emeritus í auðlindahagfræði í Viðskiptaháskólanum í Björgvin, höfundar um 100 fræðigreina í ýmsum tímaritum og sex bóka. Sérstaklega er á ráðstefnunni tekið mið af nýjustu bók Rögnvalds, Umhverfisverndarofstæki (Ecofundamentalism), en þar gerir Rögnvaldur greinarmun á skynsamlegri umhverfisvernd (wise use environmentalism) og ofstækisfullri (ecofundamentalism). Daði Már Kristófersson kynnir heiðursgestinn. Rögnvaldur flytur síðan sérstakan hátíðarfyrirlestur. Þá bregðast við þeir Bengt Kriström, prófessor í auðlindahagfræði í Umeå-háskóla í Svíþjóð, og Julian Morris, forstöðumaður fræðilegra rannsókna í Reason-stofnuninni í Bandaríkjunum. Eftir það verða frjálsar umræður og fyrirspurnir, og að lokum mælir Rögnvaldur nokkur orð. Móttaka er á staðnum að ráðstefnunni lokinni. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Comments are closed.