Rafræn fræðirit um atvinnufrelsi og einkaframtak

RNH hefur tekið að sér það verkefni að setja ýmis fræðirit, sem varða atvinnufrelsi og einkaframtak og iðulega eru illfáanleg, á Netið, svo að þau verði aðgengileg öllum. Meðal samstarfsaðila í þessu verkefni eru Atlas Network og ACRE, Alliance of Conservatives and Reformists in Europe. Nú þegar eru fimm slík rit komin á Netið á svæðinu Google Books, og má nálgast þau með því að smella á nöfn ritanna:

  • Individual Transferable Quotas in Theory and Practice, sem kom út 1999, en einn höfundur þess er prófessor Anthony Scott, sem er einn virtasti hagfræðingur heims og lagði ásamt H. Scott Gordon hornstein að fiskihagfræðinni. Lýst er eðli og þróun fyrirkomulags fiskveiða á Nýja Sjálandi og Íslandi. Prófessorarnir Ragnar Árnason og Hannes H. Gissurarson ritstýrðu bókinni.
  • Cutting Taxes to Increase Prosperity, sem kom út 2007 og var þáttur í verkefni fyrir fjármálaráðuneytið um skatta og velferð, sem prófessor Hannes H. Gissurarson sá um. Þar skrifuðu ýmsir kunnir hagfræðingar, þar á meðal Edward C. Prescott, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, og prófessorarnir Pascal Salin, Brendan Walsh og Ragnar Árnason. Dr. Tryggvi Þór Herbertsson og Hannes H. Gissurarson ritstýrðu bókinni.
  • Áhrif skattahækkana á hagvöxt og lífskjör, sem kom út 2009 og var þáttur í verkefni fyrir fjármálaráðuneytið um skatta og ve lferð, sem prófessor Hannes H. Gissurarson sá um. Þar ræðir Hannes kenningar um velferðarríkið, ályktanir af mælingum á atvinnufrelsi og áhrif skatta á hagsæld og farsæld.
  • Tekjudreifing og skattar, sem kom út 2014, en þar skrifa ýmsir sérfræðingar um þau efni, þar á meðal prófessor Ragnar Árnason, dr. Helgi Tómasson tölfræðingur og dr. Axel Hall hagfræðingur. Þeir Ragnar og Birgir Þór Runólfsson ritstýrðu bókinni.
  • The Icelandic Fisheries: Sustainable and Profitable, sem kom út 2015, en þar skrifar prófessor Hannes H. Gissurarson um fyrirkomulag fiskveiða við Ísland, en þær eru í senn sjálfbærar og arðbærar, ólíkt því sem gerist með ýmsum öðrum þjóðum.

Comments are closed.