Author Archives: HHG

Oleg Sentsov fær verðlaun Evrópuvettvangsins

Kvikmyndagerðarmaðurinn Oleg Sentsov frá Úkraínu, sem situr í rússnesku fangelsi, hlaut verðlaun Evrópuvettvangs um minningu og samvisku árið 2018. Veitti sendiherra Úkraínu í Slóveníu, Mýkhaílo F. Brodovýtsj, verðlaununum viðtöku fyrir hönd Sentsovs við hátíðlega athöfn á alþjóðlegri ráðstefnu Evrópuvettvangsins í Ljubljana … Continue reading

Comments Off

Kappræður um sósíalisma

Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, og Hreindís Ylva Garðarsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna, eiga kappræður um sósíalisma föstudaginn 26. október kl. 18:30–20:30 í félagsheimili Framsóknarflokksins að Hverfisgötu 33. Fundarstjóri er Karítas Ríkharðsdóttir, gjaldkeri Sambands ungra framsóknarmanna. RNH vekur … Continue reading

Comments Off

800 manna stúdentaráðstefna í Pálsborg postula

Velgengni Norðurlanda er ekki að þakka jafnaðarstefnu, heldur viðskiptafrelsi, réttaröryggi og samheldni í krafti samleitni, sagði dr. Hannes H. Gissurarson, rannsóknastjóri RNH, á fjölmennri ráðstefnu frjálslyndra stúdenta í Brasilíu, Libertycon, 12.–13. október 1018 í Pálsborg postula, São Paulo. Á meðal … Continue reading

Comments Off

Þing Mont Pèlerin samtakanna á Stóru hundaeyju

Tveir Íslendingar sóttu aðalfund Mont Pèlerin samtakanna á Stóru hundaeyju (Gran Canarias) dagana 30. september til 5. október, dr. Hannes H. Gissurarson prófessor, rannsóknastjóri RNH, og Gísli Hauksson fjárfestir, formaður stjórnar RNH. Mont Pèlerin samtökin voru stofnuð í Sviss 1947 … Continue reading

Comments Off

Deilur um efnahagsumbæturnar 1991–2004

Rannsóknastjóri RNH, Hannes H. Gissurarson prófessor, birti árið 2017 tvær ritgerðir í bandaríska tímaritinu Econ Journal Watch í ritröð þess um frjálshyggju í ýmsum löndum. Fyrri ritgerðin var um sögu frjálshyggjunnar á Íslandi fram á ofanverða tuttugustu öld, og þar … Continue reading

Comments Off

Skýrsla Hannesar um bankahrunið

Rannsóknastjóri RNH, dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, afhenti Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra 25. september 2008 skýrslu þá, sem hann hefur unnið á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins 2008. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru, að Bretar hafi beitt hryðjuverkalögum gegn … Continue reading

Comments Off