Bjørndal: Bláuggatúnfiskur kominn á Íslandsmið

Í viðtali við Morgunblaðið 19. júní 2019 lýsti Trond Bjørndal, prófessor í fiskihagfræði við Viðskiptaháskólann í Björgvin, vandkvæðunum á því að stjórna veiðum á einum verðmætasta fiski í heimi, bláuggatúnfisknum. Hann er uppsjávarfiskur, sem fer um öll heimsins höf, inn og út úr fiskveiðilögsögu fjölmargra ríkja, svo að erfitt er að ná samkomulagi um nýtingu hans. Það hefur þó tekist síðustu árin, og er stofninn að ná sér eftir nokkra hnignun. Veiðist bláuggatúnfiskur nú jafnvel á Íslandsmiðum. Bjørndal flutti fyrirlestur á ráðstefnu, sem Félagsvísindasvið Háskóla Íslands hélt til heiðurs Ragnari Árnasyni prófessor 14. júní 2019.

Comments are closed.