Aðalfundur Almenna bókafélagsins árið 2025 var haldinn 17. maí. Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri AB, lagði fram reikninga félagsins, sem voru samþykktir, og hefur afkoman aldrei verið betri. Munar þar ekki síst um ýmsa gripi fyrir erlenda ferðamenn. Aðrir hluthafar eru Kjartan Gunnarsson, Baldur Guðlaugsson og Ármann Þorvaldsson. Almenna bókafélagið var stofnað 17. júní 1955 að frumkvæði Bjarna Benediktssonar, þáverandi varaformanns Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, og skáldanna Gunnars Gunnarssonar, Tómasar Guðmundssonar, Guðmundar G. Hagalíns og Kristmanns Guðmundssonar, svo að það stendur nú á sjötugu. Var tilgangur félagsins í upphafi að veita mótvægi við hinum miklu áhrifum kommúnista í íslensku menningarlífi, en þeir nutu ríflegra styrkja frá Moskvu. Undir forystu núverandi framkvæmdastjóra og hluthafa hefur Almenna bókafélagið gefið út þrjár skáldsögur Ayns Rands, Kíru Argúnovu, Uppsprettuna og Undirstöðuna, ýmsar bækur eftir Hannes H. Gissurarson, nú prófessor emeritus, röð bóka, sem komu út gegn kommúnisma, aðallega í kalda stríðinu (þ. á m. Úr álögum eftir Jan Valtin, Þjónusta, þrælkun, flótti eftir Aatami Kuortti, Greinar um kommúnisma eftir Bertrand Russell, Bóndinn eftir Valentín González, Örlaganótt yfir Eystrasaltslöndum eftir Ants Oras og Ég kaus frelsið eftir Víktor Kravtsjenko), bækur eftir Matt Ridley og Johan Norberg um framfarir í krafti frelsis og Þjóðmálarit AB, þ. á m. Icesave-samningarnir eftir Sigurð Má Jónsson, Búsáhaldabyltingin eftir Stefán Gunnar Sveinsson, Andersenskjölin eftir Eggert Skúlason, Gjaldeyriseftirlitið: Vald án eftirlits? og Seðlabankinn gegn Samherja, báðar eftir eftir Björn Jón Bragason. Bækurnar gegn kommúnisma eru allar aðgengilegar ókeypis á netinu. Að aðalfundinum loknum var að venju efnt til kvöldverðar. Frá v.: Baldur Guðlaugsson, Þórdís Edwald, Sigríður Snævarr, Ármann Þorvaldsson, Hannes H. Gissurarson, Jónas Sigurgeirsson, Karítas Kvaran, Kjartan Gunnarsson og Rósa Guðbjartsdóttir.
Tabula Gratulatoria – Ragnar Árnason
Framundan
Rannsóknasvið
Rætur
Blogg
Archives
- May 2025
- April 2025
- March 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- November 2023
- September 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- April 2021
- March 2021
- January 2021
- December 2020
- July 2020
- May 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- January 2018
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- February 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- April 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- February 2012
- November 2011
- August 2009
-
Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt
Fákafeni 11
108 Reykjavík
Sími 615 11 22RNH á YouTube