Hannes: Snorri frjálslyndur íhaldsmaður?

Miðaldastofa Háskóla Íslands hélt málstofu 2. desember 2021 um kenningu, sem sett er fram í nýrri bók prófessors Hannesar H. Gissurarsonar, Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers. Hún er, að Snorri Sturluson hafi verið einn af brautryðjendum frjálslyndrar íhaldsstefnu á Vesturlöndum. Snorri (1179–1241) er sennilega frægasti Íslendingur, sem uppi hefur verið. Hann var höfundur Eddu, einnar aðalheimildar nútíma manna um átrúnað Forn-Germana, Heimskringlu, sögu Noregskonunga og andstæðinga þeirra, og Egils sögu, einnar bestu Íslendinga sögunnar. Prófessor Sverrir Jakobsson var andmælandi Hannesar á málstofunni. Taldi hann rök hníga að því hvoru tveggja, að Snorri væri höfundur Heimskringlu og að í því riti gætti víða tortryggni í garð konunga. Hitt væri vafasamara, að Snorri væri höfundur Egils sögu. Ekki mætti heldur gleyma, að hann hefði verið lendur maður konungs.

Glærur Hannesar 2. desember 2021

Málstofan vakti mikla athygli. Morgunblaðið birti frásögn af henni 4. desember 2021 og netblaðið Vísir 5. desember.

Comments are closed.