Jan Arild Snoen: Reynið að skilja Bandaríkjamenn

Ljósm. Birgir Ísl. Gunnarsson

Norski blaðamaðurinn Jan Arild Snoen talaði um hlutdrægni fjölmiðla í garð Bandaríkjanna á fundi RNH og IABF — Icelandic-American Business Forum — í Háskóla Íslands 15. október 2012. Að sögn Snoens sýndu kannanir í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, að fjölmiðlamenn væru lengra til vinstri en almenningur, og gerði hann ráð fyrir, að svipað væri að segja um fjölmiðlamenn í öðrum Evrópulöndum. Síðan væri almenningur í Evrópu lengra til vinstri en í Bandaríkjunum. Þetta hefði hvort tveggja þær afleiðingar, að jarðvegur væri frjór í Evrópu fyrir ýmsar furðusögur um Bandaríkin, og tók Snoen ýmis dæmi máli sínu til stuðnings. Fyrirlestur Snoens var vel sóttur, og sögðu MorgunblaðiðViðskiptablaðið og vefrit stúdenta frá honum. Hann er aðgengilegur hér á Youtube.

Comments are closed.