Hannes H. um bankahrunið föstudag 3. maí: 13.30–15

Prófessor Hannes H. Gissurarson, sem situr í rannsóknarráði RNH og er ritstjóri rannsóknarverka setursins, heldur fyrirlestur á ráðstefnu um þjóðfélagsfræði í Háskólanum á Bifröst föstudaginn 3. maí. Ber fyrirlesturinn, sem fluttur verður á ensku, yfirskriftina „The International Financial Crisis and the Collapse of the Icelandic Banks“. Eftirfarandi útdráttur er á vefsíðu ráðstefnunnar:

Several Icelandic and foreign authors, including Ha-Joon Chang and Robert Wade, have published accounts and explanations of the Icelandic Bank Collapse in the autumn of 2008. In this paper, against some of these authors, it is argued that the Collapse was a direct consequence of the international financial crisis, but that there were additional sources of risk found in the Icelandic situation, mainly the immense size of the financial sector relative to Iceland’s GDP and the extensive cross-ownership of indebted companies. Alternative explanations such as that the Collapse was a consequence of a “Neo-Liberal” experiment in Iceland, do not seem as persuasive.

Fyrirlestur Hannesar er í Málstofu 1 í stofunni Glanna á Bifröst, og er málstofan kl. 13.30 til 15.00. Aðrir fyrirlesarar í málstofunni, sem er um bankahrunið íslenska og stjórnmálaafleiðingar þess, verða dr. Ólafur Þ. Harðarson prófessor, Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur, dr. Hermann Schmitt prófessor og dr. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Fyrirlestur Hannesar er þáttur í samstarfsverkefni AECR, Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, og RNH um „Evrópu, Ísland og framtíð kapítalismans“.

Comments are closed.