Ráðstefna og stjórnarfundur íhalds- og umbótasinna

AECR, Evrópusamtök íhaldsmanna og umbótasinna, halda ráðstefnu og stjórnarfund á Íslandi 9.–12. maí 2013. Á meðal ræðumanna eru Jan Zahradil, Evrópuþingsmaður, Tékklandi, Hanna Birna Kristjánsdóttir alþingismaður, Íslandi, Rich S. Williamson, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Daniel Hannan, Evrópuþingsmaður, Bretlandi, Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður, Íslandi, prófessor Hannes H. Gissurarson, ritstjóri fræðirita RNH, Íslandi, og prófessor Ragnar Árnason, formaður rannsóknarráðs RNH, Íslandi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, heldur ræðu í aðalkvöldverði ráðstefnunnar, en einnig tala þau Ragnheiður Elín Árnadóttir alþingismaður, Íslandi, og Daniel Hannan á kvöldverðarfundum.

Hér eru sýnishorn af nokkrum viðburðum í tveimur samstarfsverkefnum AECR-RNH frá febrúar 2012 fram í maí 2013. Ekki er getið um alla viðburði hér vegna rúmleysis, en þessi stutta heimildamynd er til á Youtube.

 

Comments are closed.