European Students for Liberty: Reykjavík 15. nóvember

Evrópusamtök frjálslyndra háskólanema, European Students for Liberty, halda svæðisráðstefnu í Reykjavík laugardaginn 15. nóvember. Hún er haldin á Háskólatorgi í Háskóla Íslands, í stofu HT-105. Dagskráin er á þessa leið:

11.30 Opnun

11.45 Dr. Birgir Þór Runólfsson hagfræðidósent talar um íslenska þjóðveldið: skipulag án ríkisvalds

12.45 Pallborðsumræður um lögleiðingu fíkniefna: Aðalheiður Ámundadóttir lögfræðingur, Helgi Hrafn Gunnarsson alþingismaður og Aleksandar Kokotovic stúdentaleiðtogi

13.45 Hádegisverður

James W. Lark

14.45 Prófessor James W. Lark talar um frjálshyggjuhreyfinguna í Bandaríkjunum

15.45 Lukas Schweiger, formaður ESL, European Students for Liberty, talar um markmið og leiðir ESL

16.15 Prófessor Hannes H. Gissurarson gagnrýnir Fjármagn á 21. öld eftir Thomas Piketty

17.15 Gunnlaugur Jónsson fjárfestir talar um nytjar og mennsku

RNH vekur athygli á þessari fróðlegu ráðstefnu og styður hana. Þeir Ingvar Smári Birgisson, Markús Vernharðsson og Þorsteinn Friðrik Halldórsson frá Háskóla Íslands og Jón Axel Ólafsson frá Háskólanum í Reykjavík skipuleggja hana fyrir hönd íslensku þátttakendanna. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill, en menn þurfa að skrá sig fyrirfram. Hægt er að skrá sig á heimasíðu ráðstefnunnar á Facebook.

Comments are closed.