Category Archives: Fréttir

Fjörugar umræður um nýju sænsku leiðina

Dr. Nils Karlson, forstöðumaður Ratio-stofnunarinnar í Stokkhólmi, flutti fyrirlestur um nýju sænsku leiðina á fjölsóttum fundi RNH og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands mánudaginn 14. janúar 2013. Alyson Bailes, stjórnarformaður Alþjóðamálastofnunar og kennari í alþjóðastjórnmálum, var fundarstjóri. Karlson sagði, að í raun … Continue reading

Comments Off

Skáldsögur Rands vekja athygli

Undirstaðan (Atlas Shrugged) eftir Ayn Rand kom út hjá Almenna bókafélaginu 28. október 2012. Þýddi Elín Guðmundsdóttir hana. Undirstaðan er önnur í röð þriggja skáldsagna Rands, sem félagið er að gefa út. Hin fyrsta var Uppsprettan (The Fountainhead), sem Þorsteinn … Continue reading

Comments Off

Kate Hoey: Gangið ekki í Evrópusambandið!

Kate Hoey, þingkona Verkamannaflokksins fyrir Lundúnakjördæmið Vauxhall, flutti fyrirlestur í boði Þjóðráðs um „Hættuna af aðild að Evrópusambandinu“ mánudaginn 19. nóvember. Hún kvað bresku þjóðina hafa fengið sig fullsadda á aðild að ESB. Fámenn valdastétt í Brüssel hefði sölsað undir … Continue reading

Comments Off

Hannes: Churchill var stórmenni

Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hélt erindi um stjórnmálaskörunginn Winston Churchill á hádegisverðarfundi Churchill-klúbbsins laugardaginn 17. nóvember. Hann minnti á, að Churchill hefði staðið föstum fótum í hinni engilsaxnesku arfleifð, ekki síst byltingarinnar blóðlausu 1688 og bandarísku byltingarinnar … Continue reading

Comments Off

Daniel Mitchell: Lækkið skatta og örvið hagvöxt

Dr. Daniel Mitchell, aðalskattasérfræðingur Cato-hugveitunnar í Washington-b0rg, flutti erindi um rökin gegn stighækkandi sköttum í Háskóla Íslands 16. nóvember í boði RNH og Samtaka skattgreiðenda. Mitchell benti á, að meginhlutverk skatta væri að afla fjár til þess reksturs ríkisins, sem … Continue reading

Comments Off

Mats Persson: Atvinnulíf ESB er staðnað

Mats Persson, forstöðumaður hugveitunnar Open Europe í Lundúnum, flutti 12. nóvember erindi um samrunaþróunina í Evrópu á vegum RNH, Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Evrópuvaktarinnar. Persson kvað Evrópusambandið stríða við kreppu á mörgum sviðum, í bankamálum, stjórnmálum, atvinnumálum og peningamálum. Í … Continue reading

Comments Off