Frjálsi sumarskólinn á morgun

Markiełaŭ

Samtök frjálslyndra framhaldsskólanema efna til sumarskóla laugardaginn 1. júní kl. 12 til 18:10 að Háaleitisbraut 1. Fyrirlesarar eru dr. Hannes H. Gissurarson prófessor, Gunnlaugur Jónsson fjármálaráðgjafi, Magnús Örn Gunnarsson nemi, Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Piotr Markiełaŭ, háskólanemi og aðgerðasinni, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir alþingiskona og Christopher Snowdon rithöfundur. Íslendingana þarf ekki að kynna, en Markiełaŭ er eðlisfræðinemi í Hvíta-Rússlandi, sem hefur tvisvar verið rekinn úr skóla af stjórnmálaástæðum og nokkrum sinnum setið í fangelsi. Fyrirlestur hans ber heitið „Fear and Authoritarianism in Belarus“. Snowdon er deildarstjóri í Institute of Economic Affairs í Lundúnum og skrifar reglulega fyrir Spectator og fleiri tímarit. Hann hefur gefið út gjölda bóka, þar á meðal Killjoys (2017) og Selfishness, Greed and Capitalism (2015). Fyrirlestur hans ber heitið „Paternalism“. Sumarskólinn er haldinn í samstarfi við Institute of Economic Affairs í Lundúnum og Foundation for Economic Education í New York-ríki.

Glærur Hannesar SFF 1. júní 2019

Comments are closed.