Öllum viðburðum aflýst vegna veiru

Las Vegas.

Rannsóknastjóri RNH, prófessor Hannes H. Gissurarson, átti að vera fyrirlesari og þátttakandi í fjölda funda og ráðstefna árið 2020, sem öllum var aflýst, þar á meðal málstofu Liberty Fund um Balzac og kapítalismann í París í mars, alþjóðlegri ráðstefnu Samtaka um einkaframtaksfræðslu, Association of Private Enterprise Education, APEE, í Las Vegas í apríl, árlegri fundaröð Austurríska hagfræðisetursins, Austrian Economics Center, um frjálsan markað (Free Market Road Show) í maí um alla Evrópu og Frelsishátíðinni, Freedomfest, í Las Vegas í júlí. Vonir standa til, að halda megi eitthvað af þessum fundum og ráðstefnum árið 2021, ef og þegar veirufárinu slotar. Þess í stað einbeitti Hannes sér að bók, sem hann tók að sér að semja fyrir hugveituna New Direction í Brüssel um „Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers“. Kemur hún væntanlega út í desember.

Comments are closed.