Hannes í Lestinni í Ríkisútvarpinu

Rannsóknastjóri RNH, Hannes H. Gissurarson, prófessor emeritus í Háskóla Íslands, var gestur „Lestarinnar“ í Ríkisútvarpinu 3. apríl, sem þau Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir sáu um. Talaði hann um bandaríska hægrið. Hann sagði meðal annars frá kynnum sínum af Milton Friedman, Margréti Thatcher, Peter Thiel og öðru hægra fólki og dvöl sinni í Kísildalnum. Hann sagði kost og löst á Trump-stjórninni og greindi muninn á frjálshyggju annars vegar og bandarískri frjálslyndisstefnu (liberalism) hins vegar. Þátturinn var 55 mínútur.

Comments are closed.