Hannes H. Gissurarson: Ísland eitt Norðurlanda

Hannes H. Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, flutti fyrirlestur um „Fátækt á Íslandi 1991–2004“ á fundi Sagnfræðingafélags Íslands 9. október 2012. Þar greindi hann tvær fullyrðingar Stefáns Ólafssonar prófessors, að fátækt hefði verið meiri á Íslandi 2003 en annars staðar á Norðurlöndum og að tekjuskiptingin hefði að marki orðið ójafnari á Íslandi 1995–2004 en annars staðar á Norðurlöndum. Hannes kvað viðamikla könnun hagstofu Evrópusambandsins á fátækt og lífskjörum, sem birt var í febrúarbyrjun 2007, sýna, að þessar fullyrðingar Stefáns stæðust ekki. Hannes taldi hins vegar mikilvægara, að kjör allra bötnuðu en að bilið breikkaði eða mjókkaði milli tekjuhæstu og tekjulægstu hópanna. Aðalatriðið væri að fjölga tækifærum fólks til að komast út úr fátækt, ekki að auðvelda því að sitja föstu í fátækt. Fyrirlesturinn er aðgengilegur hér á Youtube.

Glærur Hannesar um fátækt

Comments are closed.