Daniel Mitchell: Lækkið skatta og örvið hagvöxt

Dr. Daniel Mitchell, aðalskattasérfræðingur Cato-hugveitunnar í Washington-b0rg, flutti erindi um rökin gegn stighækkandi sköttum í Háskóla Íslands 16. nóvember í boði RNH og Samtaka skattgreiðenda. Mitchell benti á, að meginhlutverk skatta væri að afla fjár til þess reksturs ríkisins, sem nauðsynlegur væri. Með margföldum sköttum á fjármagnsmyndun, til dæmis sköttum á arðgreiðslum og eignatekjum, hlyti að daga úr fjármagnsmyndun eða upphleðslu fjármagns. Skattayfirvöld ættu ekki að vera hlutdræg um framtíðarneyslu (fjármagnsmyndun eða fjárfestingar) og nútíðarneyslu, heldur setja hvoru tveggja sömu skilyrði. Mitchell taldi háan stighækkandi tekjuskatt og sérstakan auðlegðarskatt, eins og tekinn hefði verið upp á Íslandi, hið mesta óráð.

Heimsókn Mitchells vakti mikla athygli. Morgunblaðið birti viðtal við Mitchell 20. nóvember 2012, og Viðskiptablaðið sagði frá fyrirlestri hans 1. desember 2012. Óli Björn Kárason, hagfræðingur og varaþingmaður, skrifaði grein í Morgunblaðið um boðskap Mitchells 21. nóvember 2012. Finnur Þór Vilhjálmsson lögfræðingur deildi á Mitchell í DV 8. desember 2012.

Glærur Mitchells 2012

Comments are closed.