Hannes H. um Churchill laugardag 17. nóvember: 12–13.30

Teikning: Gunnar Karlsson

Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, mun flytja fyrirlestur um stjórnmálaskörunginn Winston Churchill á hádegisverðarfundi Churchill-klúbbsins á Íslandi í veitingahúsinu Nauthóli laugardaginn 17. nóvember kl. 12–13.30. Í fyrirlestrinum mun Hannes Hólmsteinn ræða um Churchill sem ræðusnilling og rithöfund, en einnig greina þrjú svið, þar sem hann lét að sér kveða, í baráttunni gegn uppgangi Hitlers, í stuðningi við breska heimsveldið og í andófi við miðstýrðan áætlunarbúskap og yfirgang kommúnista eftir stríð. Þá mun hann víkja að nokkrum atriðum, sem tengjast Íslandi, til dæmis gengishækkun Churchills á Bretlandi og Jóns Þorlákssonar á Íslandi 1925 og afskiptum Churchills af hitaveitunni.

Fyrirlestur þessi er þáttur í verkefninu „Ísland, Evrópa og framtíð kapítalismans“, sem RNH stendur að ásamt AECR, Evrópusamtökum íhalds- og umbótasinna.

Comments are closed.