Ragnar og Hannes flytja fyrirlestra í Þjóðarspeglinum

Þeir Ragnar Árnason hagfræðiprófessor og Hannes H. Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor, sem báðir sitja í Rannsóknaráði RNH, flytja fyrirlestra í Þjóðarspeglinum, ráðstefnu Félagsvísindastofnunar um rannsóknir í félagsvísindum, föstudaginn 30. október 2015. Báðir fyrirlestrarnir eru á sama tíma, í málstofum, sem hefjast klukkan 11. Fyrirlestur Ragnars er í stofu 207 í Aðalbyggingu, en fyrirlestur Hannesar í stofu 102 í Lögbergi.

Prófessor Ragnar Árnason

Fyrirlestur Ragnars nefnist„Hagkvæm og sjálfbær skuldstaða“. Útdráttur úr honum hljóðar svo: Erlend skuldstaða þjóðarinnar er sem kunnugt er erfið. Skuldirnar eru sennilega langt umfram það sem hagkvæmast er fyrir þjóðarbúið. Á hinn bóginn er ekki unnt að lækka þær nema draga samsvarandi úr ráðstöfun þjóðarframleiðslunnar til neyslu og fjárfestinga. Minni neysla þýðir lakari lífskjör. Minni fjárfestingar rýra getur þjóðarbúsins til að framleiða gæði og þar með halda uppi lífskjörum í framtíðinni. Lakari lífskjör ýta á hinn bóginn undir brottflutning fólks frá landinu og þá fyrst og fremst þess hluta vinnuaflsins sem framleiðnast er og hefur hæsta markaðsvirði. Þar með minnkar mannauður þjóðarinnar sem aftur rýrir getu þjóðarbúskaparins til að halda áfram að greiða niður lánin og halda uppi lífskjörum í framtíðinni. Það er því augljóslega mikilvægt að átta sig á hversu mikil erlend skuldstaða getur verið sjálfbær í þeim skilningi að hún sligi ekki viðkomandi samfélag. Í þessum fyrirlestri er reynt að grafast fyrir um þetta. Beitt er hagfræðilegum greiningaraðferðum til þess að draga fram aðalatriði málsins og lýsa því hvernig þau tengjast saman. Fundin er líking fyrir bæði hagkvæmustu erlendu skuldstöðu og sjálfbæra erlenda skuldstöðu. Skýrgreindur er sá afborgunarferill lána sem hagkvæmastur er og lagður mælikvarði á þá lækkun erlendra skulda sem nauðsynleg er til að tiltekin ósjálfbær skuldstaða verði sjálfbær.

Fyrirlestur Hannesar nefnist „Proposals to Sell, Annex or Evacuate Iceland, 1518–1868“. Útdráttur úr honum hljóðar svo: Iceland, a remote country with a harsh climate, and a Norwegian-Danish dependency since 1262, was not much coveted by European powers, despite her fertile fishing grounds, technologically accessible since the early 15th Century. In 1518 and 1524, Danish King Christian I unsuccessfully tried to pledge Iceland against a loan from English King Henry VIII. In 1535, King Christian III also tried to do this, but again Henry VIII turned down the request. In 1645, King Christian IV tried to pledge Iceland against a loan from Hanseatic merchants, but yet again, there was not sufficient interest. Indeed, so harsh seemed Iceland’s climate that in 1784–5, after a massive vulcanic eruption and an earthquake, it was seriously contemplated in Copenhagen to evacuate the Icelandic population to other parts of the Danish realm. However, during the Napoleonic Wars the British government briefly considered annexing Iceland. Sir Joseph Banks, who had toured Iceland, wrote three reports, in 1801, 1807 and 1813, recommending this. Ultimately, the British government decided against it: Iceland was not sufficiently attractive. In 1868, a report was written at the initiative of the U.S. Secretary of State William H. Seward on a possible purchase of Iceland, but the idea was so ill-received that Secretary Seward made no further move. The conclusion is that Iceland was a marginal society until it became, in the 20th century, strategically important, enjoying the military and political protection of the U.S. from 1941 to 2006. After that, Iceland became marginal again and thus expendable.

Fyrirlestrar þeirra Ragnars og Hannesar eru liður í samstarfsverkefni RNH og AECR, Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, um „Evrópu, Ísland og framtíð kapítalismans“.

 

Comments are closed.