Hannes í hlaðvarpi Skoðanabræðra

Rannsóknastjóri RNH, Hannes H. Gissurarson, prófessor emeritus í Háskóla Íslands, var gestur hlaðvarpsins Skoðanabræðra 9. maí 2025. Það stofnuðu bræðurnir Snorri og Bergþór Mássynir, en eftir að Snorri var kjörinn á þing fyrir Miðflokkinn í kosningunum í nóvemberlok 2024, sér Bergþór einn um þáttinn. Hannes útskýrði, hvernig honum fyndist að vera kominn á eftirlaun, hvers vegna vinstri menn væru meiri vinstri menn en hægri menn hægri menn, hvers vegna hægri menn lesa minna en vinstri menn og hvers vegna taka verður í taumana í innflytjendamálum. Hann kvaðst hafa verið í senn innanbúðarmaður og utangarðsmaður á Íslandi. Hannes rifjaði upp baráttu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gegn Davíð Oddssyni og ýmislegt annað sögulegt. Þátturinn var 113 mínútur.

Comments are closed.