Monthly Archives: November 2012

Kate Hoey: Gangið ekki í Evrópusambandið!

Kate Hoey, þingkona Verkamannaflokksins fyrir Lundúnakjördæmið Vauxhall, flutti fyrirlestur í boði Þjóðráðs um „Hættuna af aðild að Evrópusambandinu“ mánudaginn 19. nóvember. Hún kvað bresku þjóðina hafa fengið sig fullsadda á aðild að ESB. Fámenn valdastétt í Brüssel hefði sölsað undir … Continue reading

Comments Off

Kate Hoey um ESB mánudag 19. nóvember: 17.15–19.00

Mánudaginn 19. nóvember efna samtökin Íslenskt þjóðráð – IceWise til málþings á veitingastaðnum Rúbín í Öskjuhlíð við hlið Keiluhallarinnar kl. 17:15. Sérstakur gestur verður breski stjórnmálamaðurinn Kate Hoey, sem er þingmaður Verkamannaflokksins í Vauxhall í Lundúnum. Kate er frá Norður-Írlandi. Hún fæddist 1946 … Continue reading

Comments Off

Hannes: Churchill var stórmenni

Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hélt erindi um stjórnmálaskörunginn Winston Churchill á hádegisverðarfundi Churchill-klúbbsins laugardaginn 17. nóvember. Hann minnti á, að Churchill hefði staðið föstum fótum í hinni engilsaxnesku arfleifð, ekki síst byltingarinnar blóðlausu 1688 og bandarísku byltingarinnar … Continue reading

Comments Off

Hannes H. um Churchill laugardag 17. nóvember: 12–13.30

Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, mun flytja fyrirlestur um stjórnmálaskörunginn Winston Churchill á hádegisverðarfundi Churchill-klúbbsins á Íslandi í veitingahúsinu Nauthóli laugardaginn 17. nóvember kl. 12–13.30. Í fyrirlestrinum mun Hannes Hólmsteinn ræða um Churchill sem ræðusnilling og rithöfund, en … Continue reading

Comments Off

Daniel Mitchell: Lækkið skatta og örvið hagvöxt

Dr. Daniel Mitchell, aðalskattasérfræðingur Cato-hugveitunnar í Washington-b0rg, flutti erindi um rökin gegn stighækkandi sköttum í Háskóla Íslands 16. nóvember í boði RNH og Samtaka skattgreiðenda. Mitchell benti á, að meginhlutverk skatta væri að afla fjár til þess reksturs ríkisins, sem … Continue reading

Comments Off

Gegn stighækkandi sköttum, föstudag 16. nóvember: 12–13

Núverandi ríkisstjórn hefur komið aftur á stighækkandi tekjuskatti og sérstökum skatti á eignir umfram ákveðið lágmark og því í raun stighækkandi eignaskatti. Hún hefur einnig hækkað skatta á fyrirtæki og fjármagn. Föstudaginn 16. nóvember mun dr. Daniel Mitchell, skattasérfræðingur bandarísku … Continue reading

Comments Off