ESB: Vinur frelsisins eða óvinur?

Júlíus Viggó Ólafsson.

Samkomusalur Safnahússins við Hverfisgötu var troðfullur laugardaginn 4. október 2025, þegar Evrópusamtök frjálslyndra stúdenta (Students for Liberty Europe) og RSE, Rannsóknamiðstöð í samfélags- og efnahagsmálum, héldu samann ráðstefnu um efnið: ESB: Vinur frelsisins eða óvinur? Breki Atlason, Íslandsfulltrúi Evrópusamtakanna, var fundarstjóri, en Hannes H. Gissurarson, prófessor emeritus, kynnti ræðumenn og og stjórnaði fyrirspurnatíma. Júlíus Viggó Ólafsson, einn af forystumönnum ungra sjálfstæðismanna, flutti stutt ávarp í byrjun, þar sem hann sagði, að ungt fólk væri óðum að hafna vinstrinu, ekki síður á Íslandi en annars staðar, en mikilvægt væri, að það hafnaði ekki atvinnufrelsinu, þótt sumt af því kysi að fylgja þjóðlegri íhaldsstefnu. Dr. Eamonn Butler, fyrrverandi forstöðumaður Adam Smith stofnunarinnar í Lundúnum og höfundur fjölmargra bóka um frjálshyggju, talaði fyrstur í fyrri lotu. Hann er Íslandsvinur og var einn fárra, sem andmælti opinberlega í Bretlandi beitingu hryðjuverkalaga á Íslendinga í bankahruninu haustið 2008. Butler sagði, að fyrir sér og öðrum stuðningsmönnum útgöngu úr Evrópusambandinu, Brexit, hefði vakað að ná aftur yfirráðum yfir landinu í stað þess að færa þau til ógagnsæs, ólýðræðislegs og ábyrgðarlauss skrifstofubákns í Brüssel. Brexit hafði tekist, sagði Butler, að því leyti, að Bretar hefðu aftur náð yfirráðum yfir eigin landi, en hann og aðrir stuðningsmenn útgöngunnar hefðu hins vegar vanmetið illvild skriffinnanna í Brüssel, sem hefðu notað hvert tækifæri, sem gafst, til að torvelda útgönguna.

Þegar Hannes H. Gissurarson kynnti næsta ræðumann, John Fund, einn af ritstjórum tímarits bandarískra íhaldsmanna,

Comments are closed.